9.11.13

Vespers Rachmaninoff á morgun

Rachmaninoff var snillingur og menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara þegar við hér á Ísalandi fáum tækifæri til að hlýða á þá snilld svo sem í Hallgrímskirkju á morgun þar sem Módettukórinn flytur Vespers.  Ég hef tekið þátt í flutningi þessa verks með kórnum Vox Academica og hef sett inn á youtube þrjú video af þeim flutningi.  Vespers er allt fallegt en verandi fyrsti sópran þá er ekkert lítið að halda út í þessum svakalega fallega lokakafla.  Enda var það þannig að ég vissi hvar ég gat sparað mig og hvar ekki. En fyrsti sópran what... það sem útaf stendur er snilld tónlistarinnar sem er náttúrulega hans Rachmaninoffs